Þegar þú ert að taka upp í mynd í CBS þá er mikilvægt að eftirfarandi atriði séu rétt:
- Myndavélarnar séu eins og rétt stilltar
- Lýsingin sé góð
- Tekið sé upp í Multi-track
Ferlið gæti litið út fyrir að vera flókið en það er það alls ekki, bara í fyrsta skipti. Yfirleitt er allt rétt stillt en það kemur fyrir að fólk ruglar í stillingunum og þá þarf að setja myndavélarnar upp aftur. Fyrir neðan er tutorial video sem sýnir hvernig þetta er gert.
Hvað þarf ég að koma með?
- 2 stk SD kort fyrir myndavélarnar (Mælum með að lágmarki 128gb því lengri hlaðvörp geta endað í 70-80gb fæla per myndavél)
- 1 stk SD kort fyrir Rodecaster eða tölvu til þess að taka upp hljóð
Myndavélarnar
Yfirleitt er nóg að kveikja á vélunum, velja M og allt er rétt stillt. Megin atriðin eru tölurnar sem sjást neðst á skjánum:
- Shutter speed 1/50 (Menu > Exposure > Shutter Speed)
- f2.2 (þetta er lagað með því að ýta niður á scroll hjólinu og því svo snúið)
- ISO 500 (þetta er lagað með því að ýta niður á scroll hjólinu, til hliðar þar til þú velur ISO og því svo snúið)
Þessar stillingar eiga að vera harðkóðaðar í M. Þið tryggið að vélin sé stillt á M með því að ýta á takkann við hliðina á ON/OFF takkanum þar til M birtist (sjá video).
Ef þú ert myndavélanörd þá eru þetta allar stillingarnar sem eiga að vera:
1️⃣ Power & Storage
✔ Use Dummy Battery (Always plugged into power)
✔ Insert High-Capacity SD Card (128GB+ recommended)
✔ Format SD Card (Menu > Setup > Format) if needed
2️⃣ Video Settings
✔ Mode: Movie Mode (NOT S&Q Mode)
✔ File Format: XAVC S HD eða 4K
✔ Record Setting: 25p 50M (Menu > Shooting > Record Setting)
✔ Shutter Speed: 1/50 (Menu > Exposure > Shutter Speed)
✔ ISO: 500
✔ White Balance: Auto WB (Menu > White Balance > AWB)
✔ Focus Mode: Autofocus (AF-S or AF-C)
✔ Face Priority AF: On (Ensures subjects stay in focus)
✔ SteadyShot: Off (No need if using a tripod)
3️⃣ Audio Settings
✔ Audio Recording: On (Menu > Sound > Audio Recording)
✔ Audio Level: Auto
✔ Wind Noise Reduction: Off
4️⃣ Overheating & Power Save
✔ Auto Power Off Temp: High (Prevents shutdowns from heat)
✔ Power Save Mode: Off (Menu > Setup > Power Save)
5️⃣ Checks Before Recording
✔ Check Camera is in MOVIE MODE, not S&Q
✔ Check Framing & Focus (Make sure AF detects faces)
✔ Verify White Balance Looks Natural
✔ Start Recording & Confirm Red Record Icon is On
Troubleshooting If Camera Shuts Down
⚠️ Ensure Auto Power Off Temp = High
⚠️ Check Dummy Battery & Power Source
⚠️ Ensure SD Card is Fast Enough (V30 or Higher)
⚠️ Restart Camera if Autofocus Misbehaves
Næsta skref er að snúa myndavélunum og ramma viðmælendur snyrtilega í mynd. Góð þumalputtaregla er að hafa jafnt bil frá efsta part höfuðs viðmælenda við efsta part rammans jafnt á báðum myndavélum. Það gerir áhorf mun verra eftirá ef öðru megin sé hausinn á viðmælanda með hárið nánast út úr mynd en hinu megin sérðu allann hausinn. Það er líka betra þegar er verið að gera klippur fyrir samfélagsmiðla ef þú ert með ágætis rými fyrir ofan höfuð viðmælanda til þess að geta fært til.
Pro tip:
Þú getur snúið skjáunum svo viðmælendur sjái sig í mynd. Þetta gerir þá oft mun meðvitaðari um að halda sér á einum stað og í mynd.
Lýsing
Lýsingin er ótrúlega mikilvæg. Ef það er of dimmt þá verður myndefnið alltaf grainy og klippur fyrir samfélagsmiðla munu líta illa út. Aðal lýsingin er stóri kastarinn og við mælum með að hafa hann mjög nálægt borðinu (um 50cm), lampinn snýr upp í loft og hann stilltur á 98-100% með 4700K. Herbergið getur litið mjög upplýst út en það er kemur mun betur út í loka útkomu þáttarins.
Við mælum einnig með að hafa kveikt á ljósunum á bakvið og á borðinu. Slík ljós kallast accent ljós og snúa meira að því að búa til útlínur og flotta skugga frekar en að lýsa viðmælendur beint. Þættir og klippur líta mun betur út ef kveikt er á þeim.
Það er mjög mikilvægt að hafa alveg dregið fyrir gardínur og að slökkva á loft ljósunum áður en upptökur byrja. Ef kveikt er á þeim þá verður myndefnið svona gult og subbulegt.
Hljóðupptakan / Multi-track
Hvort sem þú tekur upp á SD kort, í tölvu eða á spjaldtölvu þá einfaldar það verulega mikið eftirvinnslu að hafa hljóðupptökuna á Multi-track. Ástæðan er sú að þú sérð hver er að tala sem gerir þér kleift að klippa hraðar og einfaldara að finna klippur fyrir samfélagsmiðla.
Munurinn á Multi- og Single-track er að í Single-track koma allar rásir compiled í einum file en í Multi-track kemur hver rás fyrir sig sem sér file. Multi-track upptakan inniheldur þó sama compiled eina fælinn og kemur í single-track en ásamt hinum.
Multi-track skiptir yfirleitt þættinum í 28-32 mín parta sem eru svo samansettir eftirá. Í sumum Rodecasters birtist bara einn fæll sem sýnir svo allar rásirnar þegar þú dregur fælinn inn í klippiforrit en í öðrum sérðu strax staka fæla fyrir hverja rás.
Samantekt
Ferlið gæti litið út flóknara en það er, í raun er þetta:
- Kveikja á myndavélunum, stilla á M, athuga hvort stillingarnar eru réttar og ramma viðmælendur inn.
- Kveikja á ljósunum og slökkva loftljósið
- Stilla Rodecaster á Multi-track
- Ýta á REC á hvorri myndavél og svo á hljóðupptökunni
Sjá myndband hér fyrir neðan og endilega stoppa það til þess að lesa textana.